EÐLI2KA05 - Klassísk aflfræði

Klassísk aflfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: NÁTT2GR05 og STÆR2HH05
Í þessum grunnáfanga í eðlisfræði er farið yfir hreyfingu hluta í einni og tveimur víddum, kraftalögmál Newtons, orkuvarðveislu, varmafræði og þyngdarlögmálið. Áhersla verður lögð á skilning nemandans á efninu og að hann geti tengt það við raunveruleg vandamál.

Þekkingarviðmið

 • helstu grunneiningum í eðlisfræði
 • útreikningum á vigrum
 • sambandi staðsetningar, hraða og hröðunar hluta
 • hreyfingu hluta í einni og tveimur víddum
 • helstu kraftalögmálum
 • hreyfingu hluta á skáflötum
 • vinnu og afli
 • orkulögmálum
 • varmafræði

Leikniviðmið

 • reikna og teikna línurit af staðsetningu, hraða og hröðun hluta eftir beinni línu
 • sundurliða krafta
 • nota kraftalögmál í útreikningum á hreyfingu hluta
 • reikna út vinnu og afl
 • reikna skriðorku og stöðuorku
 • reikna út skriðþunga

Hæfnisviðmið

 • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
 • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
 • vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is