UMHV3RÁ05 - Umhverfisráð

Umhverfisráð

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: UMHV2UN05
Í áfanganum skoða nemendur stöðu umhverfismála í skólanum og taka þátt í að bæta hana. Mikil áhersla er lögð á að nemendur sýni frumkvæði og þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum. Efnisáherslur í áfanganum verða breytilegar frá einni önn til annarrar og verður megináherslan alltaf á ákveðin þemu sem t.d. gætu verið samgöngur, orka, lýðheilsa, loftslagsbreytingar, neysla og hnattrænt jafnrétti.

Þekkingarviðmið

 • hugtakinu „sjálfbærni“
 • í hverju verkefnið „Skólar á grænni grein“ felst
 • hver staða umhverfismála er innan skólans
 • ýmsum hugtökum sem tengjast þema áfangans hverju sinni
 • hver staða afmarkaðra umhverfismála er utan skólans, svo sem í nærsamfélaginu, á landsvísu eða á heimsvísu

Leikniviðmið

 • leita sér upplýsinga um umhverfismál, bæði á íslensku og ensku
 • að nýta upplýsingar tengdar umhverfismálum til að draga ályktanir
 • meta stöðu umhverfismála í skólanum
 • setja fram hugmyndir um viðfangsefni tengd umhverfismálum, innan skóla og utan, sem vert væri að vinna að úrbótum á

Hæfnisviðmið

 • taka á gagnrýninn hátt þátt í umræðum um umhverfismál
 • vinna í hóp við að útfæra eigin hugmyndir og annarra
 • skoða umhverfismál í samhengi við sjálfbæra þróun
 • fræða nemendur og starfsfólk skólans um afmarkað efni tengt umhverfismálum
 • að taka þátt í að standa að viðburðum sem tengjast umhverfismálum
Nánari upplýsingar á námskrá.is