HEST2FB05 - Umhirða og atferli - bóklegt 2

Umhirða og atferli 2

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: HEST1HE05
Í áfanganum verður farið ítarlega í gangtegundir íslenska hestsins og grunnatriði þjálfunar með tilliti til hreyfieðlis hestsins og líkamsbeitingu knapans. Nemendur kynnast þróun reiðmennsku og hestahalds á Íslandi og farið verður yfir helstu keppnisgreinar og félagskerfi hestamennskunnar á Íslandi. Í áfanganum verður lögð áhersla á atriði í fóðrun, heilbrigði og umhirðu hesta.

Þekkingarviðmið

 • gangtegundum íslenska hestsins
 • þróunarsögu reiðmennsku og hestahalds á Íslandi
 • líkama hestsins og hvernig hesturinn beitir sér með og án knapa
 • fræðunum sem liggja að baki einföldum fimiæfingum við hendi, reið og í hringteymingu
 • líkamsbeitingu knapans og hvernig hún hefur áhrif á hestinn
 • heilbrigði, fóðrun og umhirðu hesta

Leikniviðmið

 • tjá sig í umræðum um hesta á faglegum grundvelli
 • vinna sjálfstætt og í hópum
 • flokka hesta í rétt holdastig og reikna fóðurþarfir þeirra
 • greina líkamlega hegðun og skapgerð mismunandi hesta
 • geta skilgreint einfaldar fimiæfingar við hendi og á baki
 • sjá mun á gangtegundum og líkamsbeitingu hesta með og án knapa

Hæfnisviðmið

 • miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra
 • setja saman fjölbreytta og góða þjálfunaráætlun
 • greina og skilja þjálfunarferlið hjá öðrum knöpum
 • taka þátt í umræðum um það sem er að gerast í hestamennskunni í dag
Nánari upplýsingar á námskrá.is