UMHV3US05 - Umhverfisfræði beisluð með stærðfræðilíkönum

stærðfræði, umhverfisfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: UMHV2UN05, NÁTT2GR05, og STÆR3TF05 (eða samhliða)
Í þessum framhaldsáfanga er áhersla lögð á að skoða umhverfismál með augum raunvísindamanna. Teknar verða fyrir rannsóknir á stofnstærðum, mengunarmælingar í sambandi við lýðheilsu, orkumál með sérstaka áherslu á sjálfbæra nýtingu og loftslagsbreytingar. Í öllum atriðum verður lögð áhersla á uppruna upplýsinga og að greina óvissuþætti. Til að dýpka tilfinningu fyrir efni áfangans smíða nemendur tölvulíkön til að meta sértækar aðstæður með marktækum hætti, til að líkja eftir ferlum í náttúrunni og til að spá fyrir framtíðinni.

Þekkingarviðmið

  • Hugtökum sem tengjast stofnstærð og stofnstærðamælingum
  • Mismunandi dreifingum sem notaðar eru til að lýsa ferlum og aðstæðum í náttúruvísindum
  • Orkuhugtakinu og tengslum þess við umhverfismál
  • Tengslum umhverfisþátta við heilsu og lífsgæði

Leikniviðmið

  • Skoða samspil mismunandi þrepa í fæðukeðjum
  • Skoða og greina gagnagrunna tengda umhverfismálum
  • Meta orsök og afleiðingu í málum þar sem mögulega eru mengunafrávik (e. „case studies“)
  • Meta afleiðingar loftslagsbreytinga í jarðsögulegu samhengi
  • Smíða og meta líkön tengd umhverfismálum
  • Skrifa skýrslur um tilraunir sem tengjast umhverfismálum

Hæfnisviðmið

  • Meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
  • Túlka niðurstöður mælinga
  • Meta áreiðanleika gagna
  • Nýta hópavinnu til að leysa flóknari viðfangsefni
  • Sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Setja niðurstöður úr verklegum æfingum fram á skýran hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is