HEIM3LÍ05 - Líf og dauði

líf og dauði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: HEIM2BY05
Hvaða ábyrgð bera læknar? Er lífið þess virði að lifa því? Eru fóstureyðingar réttlætanlegar? Má stytta mönnum aldur? Hvenær er maður dauður? Hversu heilagt er lífið? Í áfanganum verða tekin fyrir siðferðisleg álitamál í heilbrigðisþjónustu. Lögð verður áhersla á siðfræði rannsókna, siðfræði læknismeðferða, skyldur lækna og heilbrigðisstarfsfólks, réttindi sjúklinga og rétt einstaklinga til lífs. Lesin verður bókin Siðfræði lífs og dauða eftir Vilhjálm Árnason ásamt völdum siðfræðiritgerðum. Meðfram hefðbundnum verkefnum verður notast við verkefni þar sem jafningjamati og sjálfsmati er beitt. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og sjálfstæð vinnubrögð í áfanganum. Nemendur eru hvattir til að horfa með gagnrýnum augum á námsefnið jafnt sem eigin skoðanir og viðhorf. Einnig er áhersla lögð á umræður í tímum og því er góð mæting mjög mikilvæg. Verkefnavinna miðar að því að nemendur öðlist hæfni til að nýta eigin þekkingu og reynslu við úrlausn erfiðra siðferðislegra álitamála sem gagnist þeim í áframhaldandi námi og starfi.

Þekkingarviðmið

 • almennum siðfræðikenningum
 • siðfræði og ábyrgð heilbrigðisstétta
 • hlutverki siðfræðinnar í heilbrigðisþjónustu
 • undirstöðuatriðum siðferðilegrar hugsunar
 • lestri siðfræðilegra texta
 • gagnlegum siðfræðilegum umræðum
 • hugtökum eins og hagnýtt siðfræði, lífsiðfræði, leikslokasiðfræði, skyldusiðfræði, siðalögmál, frelsi, sjálfræði, mannhelgi, þagnarskylda, forræðishyggja
 • siðferðislegum álitamálum eins og fóstureyðingum, líknardrápum, forræðishyggju, stofnfrumurannsóknum, líffæraflutningum og tæknifrjóvgunum.

Leikniviðmið

 • lesa fræðigreinar um siðferðisleg álitamál í heilbrigðisþjónustu
 • endursegja og skýra siðfræðilegan texta
 • beita gagnrýnni hugsun til úrslausnar siðferðilegra álitaefna
 • rökræðum um siðferðisleg vandamál
 • meta eigin rök og annarra í fræðilegum samræðum
 • skrifa fræðilegan texta um siðferðisleg vandamál í heilbrigðisþjónustu
 • tengja siðfræði við eigin reynslu og veruleika
 • takast á við erfiðar siðferðislegar aðstæður á markvissan hátt
 • skilja rétt sjúklinga og skyldur heilbrigðisstarfsfólks.

Hæfnisviðmið

 • geta tekið þátt í umræðum og skrifað texta um siðferðileg álitaefni eins og fóstureyðingar, staðgöngumæðrun, erfðarannsóknir, þagnarskyldu og líknardráp
 • skilja og þekkja rétt og ábyrgð sjúklinga
 • geta beitt siðferðishugsun á markvissan hátt á flestum sviðum lífsins
 • skilja siðareglur heilbrigðisstétta og annarra starfsstétta
 • taka upplýstar siðferðislegar ákvarðanir í starfsumhverfi sínu
 • vega og meta ólíka hagsmuni til þess að komast að upplýstri og sanngjarnri niðurstöðu
 • geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissan hátt
 • skilja siðferðilegar skyldur hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna
 • beita heimspekilegum hugmyndum til þess að leysa úr siðferðislegum vandamálum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is