ÍSLE2ED05 - Eddukvæði og Íslendingasögur

eddukvæði og íslendingasögur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Bókmenntir, málnotkun og ritun - ÍSLE2MR05 (ÍSL2A05)
Verkefnavinna áfangans gengur út á að efla hæfni nemenda í að vinna með sjálfstæðum hætti að verkefnum sínum sem og að taka þátt í umræðum í tímum um þau viðfangsefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Jafnframt er markmiðið að efla ábyrgðartilfinningu nemenda gagnvart sjálfum sér, námi sínu og umhverfi. Í áfanganum vinna nemendur einkum með íslenskar fornbókmenntir þar sem efni úr Snorra-Eddu, Eddukvæðum og stuttum Íslendingasögum og/eða Íslendingaþáttum verða meginviðfangsefni áfangans. Einnig er lögð áhersla á að nemendur haldi áfram að þjálfa sig í frágangi tilvitnana og heimilda. Bókmenntir og læsi: Nemendur kynna sér þann heim og hugmyndafræði sem finna má í íslenskum og norrænum fornbókmenntum með því að lesa og vinna krefjandi verkefni úr efni áfangans. Ritun: Nemendur eru þjálfaðir í að vinna úr lesefni áfangans með fjölbreyttum ritunarverkefnum. Nokkur áhersla er á skapandi verkefni í þessum áfanga – bæði hópverkefni sem og einstaklingsverkefni. Í vinnu með efni áfangans er unnið markvisst með eftirfarandi grunnþætti: læsi, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Læsi er sá grunnþáttur sem mest reynir á í vinnu með bókmenntir almennt og er grundvöllur fyrir því að ná árangri í áfanganum. Þá er unnið er með valin textabrot úr Íslendingasögu til þess að varpa ljósi á gildi grunnþáttanna lýðræði og mannréttindi og jafnrétti og þá er töluverð áhersla lögð á að efla nemendur í að vinna með efni áfangans með fjölbreyttum skapandi verkefnum.

Þekkingarviðmið

 • íslenskum og norrænum fornbókmenntum
 • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
 • grundvallarvinnubrögðum við skrif heimildaritgerða
 • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli.

Leikniviðmið

 • rita rökfærsluritgerðir þar sem beitt er gagnrýninni hugsun og skoðunum komið á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
 • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
 • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt
 • lesa sér til gagns og gamans nytjatexta og bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra.

Hæfnisviðmið

 • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun
 • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
 • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
 • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is