SAGA3FG05 - Forn-grísk saga og heimspeki

Forn - grísk saga og heimspeki

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SAGA2FR05_5 / SAGA2OL05_7 og HEIM2BY05_6 (SAG2A05 / SAG2B05 og HSP2A05)
Í áfanganum verða teknir fyrir valdir þættir í sögu Grikklands til forna frá um 600 f.kr fram yfir lok klassíska tímans, um 300 f.Kr. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu í þróun grískrar sögu og heimspeki ásamt grundvallarskilningi á helstu heimspekikenningum sem hafa mótað viðhorf mannsins til siðferðis, frelsis, guðs og eðlis heimsins í kringum hann. Skoðað verður úr hvaða jarðvegi þessar kenningar spruttu og hvernig samfélagið mótaði þær. Atriði úr grískri sögu verða fléttuð þar saman við eftir því sem tilefni er til. Ekki er notast við neina sérstaka kennslubók, heldur munu kennarar úthluta völdum textum sem nemendur munu lesa og verður sérstök áhersla á lestur frumtexta. Ennfremur verður notast við annars konar efni eftir því sem tilefni er til. Áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur eru hvattir til að horfa með gagnrýnum augum á námsefnið jafnt sem eigin skoðanir og viðhorf. Mikil áhersla verður lögð á umræður í tímum í anda þess tímabils sem fjallað er um og því er góð mæting mjög mikilvæg. Verkefnavinna miðar að því að nemendur öðlist hæfni til að nýta eigin þekkingu og reynslu við úrlausn nýrra viðfangsefna.

Þekkingarviðmið

 • völdum heimspekingum og heimspekikenningum frá tímabilinu
 • helstu atriðum í Forn-grískri sögu
 • samfélaginu sem þessar kenningar spruttu fram í
 • mikilvægi gagnrýnnar hugsunar
 • undirstöðuatriðum heimspekilegrar hugsunar
 • lestri fræðilegra texta
 • heimspekilegum samræðum

Leikniviðmið

 • lesa fræðilega texta jafnt á íslensku sem erlendum tungumálum
 • endursegja og skýra fræðilega texta
 • beita gagnrýnni hugsun
 • nýta viðurkenndar heimildir til að miðla skoðun sinni á fjölbreyttan hátt
 • afla sér heimilda á viðurkenndan hátt
 • meta eigin rök og annara
 • tjá sig heimspekilega og hlusta á aðra
 • að taka þátt í heimspekilegum samræðum

Hæfnisviðmið

 • geta miðlað torskildum fróðleik á skýran hátt í ræðu og riti
 • geta beitt gagnrýnni hugsun á markvissan hátt á öllum sviðum lífsins
 • geta borið saman ólíkar skoðanir og rök til að komast að sameiginlegri niðurstöðu
 • geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissari hátt
 • skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í
 • átta sig á tengslum hugmynda og atburða úr fjarlægri fortíð við nútímann
 • geta sett fram efni með verklagi hugvísinda á viðurkenndan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is