NÁTT3VV05 - Vinna vísindamannsins

Náttúrufræði - vinna vísindamannsins

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR3TF05 (STÆ3A05) og 30 einingar á kjörsviði náttúruvísindabrautar
Í áfanganum kynnast nemendur nokkrum af helstu rannsóknum og uppgötvunum sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina á sviði náttúruvísinda. Í þessu samhengi velta nemendur því fyrir sér hvort vísindaleg vinnubrögð hafi breyst í tímanna rás. Nemendur þjálfast í þeim vinnubrögðum sem tíðkast í rannsóknum á sviði náttúrufræðigreina. Nemendur lesa fræðigreinar og horfa á fræðsluefni sem tengist ólíkum sviðum náttúruvísinda. Lögð verður áhersla á að nemendur þjálfist í að draga ályktanir út frá gögnum sem sett eru fram á mismunandi hátt. Nemendur munu nota þá þekkingu sem þeir búa yfir á sviði náttúruvísinda til að koma með hugmyndir að rannsóknum. Nemendur munu framkvæma a.m.k. eina af þessum rannsóknum, vinna úr niðurstöðunum og kynna þær. Nemendur munu hafa umtalsvert val um hvaða efni þeir kynna sér og fá þannig tækifæri til að dýpka þekkingu sína í þeim náttúrufræðigreinum sem þeir hafa mestan áhuga á. Nemendur munu koma aukinni þekkingu á framfæri ýmist skriflega eða munnlega. Nemendur munu sjálfir leita sér heimilda innan síns áhugasviðs og fá þannig þjálfun í að velja úr safni heimilda. Jafnframt verður lögð áhersla á að nemendur noti heimildirnar á viðurkenndan hátt.

Þekkingarviðmið

  • helstu rannsóknum og uppgötvunum síðustu alda á sviði náttúruvísinda
  • þeim skrefum sem almennt viðgangast í rannsóknum á sviði náttúruvísinda
  • flóknari hugtökum og ferlum á sviði náttúrufræðigreina sem nemandi hefur sérstakan áhuga á

Leikniviðmið

  • lesa fræðigreinar á sviði náttúruvísinda, bæði á íslensku og ensku
  • leita sér heimilda um afmarkað efni og nýta þær á viðeigandi hátt
  • túlka myndir og gröf
  • draga ályktanir út frá gögnum
  • setja niðurstöður úr verklegum æfingum fram á skýran hátt

Hæfnisviðmið

  • nýta sér flókinn texta og gögn á markvissan hátt. Í þessu felst m.a. að greina nauðsynlegar upplýsingar úr safni upplýsinga
  • framkvæma tilraun þar sem gengið er út frá skýrri og vel rökstuddri rannsóknarspurningu
  • kynna niðurstöður eigin rannsókna, bæði skriflega og munnlega
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • tengja viðfangsefni náttúrufræðirannsókna við daglegt líf og umhverfi sitt
Nánari upplýsingar á námskrá.is