LÝÐH1XX01 - Bóklegt

hreyfing og lýðheilsa - bóklegt

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Áfanginn er bóklegur og fer fram formi umræðna og tímaverkefna. Kennt er einu sinni í viku í 50 mínútur í senn. Lýðheilsa (bóklegt): Forvarnir eru vaxandi og mikilvægur þáttur í samfélagi okkar nú til dags. Heilbrigður lífsstíll er sá áhrifaþáttur sem sem við höfum mest áhrif á sem einstaklingar, til að auka heilsutengd lífsgæði okkar. Farið verður í 1. stigs forvarnir sem tengjast hreyfingu, næringu, umhverfinu, áfengi, reykingum,fíkniefnum, hreinlæti, tannheilsu, kynsjúkdómum og getnaðarvörnum þ.e fræðsla og nýting hennar til að koma í veg fyrir heilbrigðisvandamál í framtíðinni. Lögð verður áhersla á að auka heilsulæsi, en það eru hæfileikar sem ráða því hversu vel nemanda gengur að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu.

Þekkingarviðmið

  • hvað felst í hugtökunum forvarnir og heilbrigði
  • hversu mikilvæg góð heilsa er fyrir framtíðina
  • hvað reglubundin hreyfing er góð forvörn fyrir ýmsa langvinna sjúkdóma
  • helstu flokkum næringarefna
  • mikilvægi þess að velja hollt mataræði framyfir óhollt
  • skaðsemi reykinga, áfengis og vímuefna á líkamlega, andlega og félagslega heilsu
  • hvernig umhverfið og nærsamfélagið hefur áhrif á lífsgæði fólks.

Leikniviðmið

  • að lesa innihaldslýsingar á matarumbúðum
  • að nýta sér heimasíður, bæklinga og rannsóknir til þess að viðhalda og/eða bæta eigin heilsu.

Hæfnisviðmið

  • nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is