KYNJ3KY05 - Kynjafræði

Kynjafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÍSLE2ED05 (ÍSL2B05) eða FÉLA2BY05 (FÉL2A05)
Markmið áfangans er kynja- og jafnréttisfræðsla. Fjallað er um jafnrétti, karlmennsku/kvenmennsku, fjölmiðla, klámvæðingu, kynbundið ofbeldi, stjórnmál og fleira. Ýmsar birtingarmyndir kynjaskekkju skoðaðar og greindar. Lögð er áhersla á umræður og lýðræðislega nálgun í kennslunni, nemendur eru hvattir til að taka mikinn þátt og hafa áhrif á efnisþætti áfangans. Áfanginn byggir á virkni og þátttöku nemenda þar sem reynir á sjálfskoðun, greiningu á umhverfi sínu og umræðum um eigin viðhorf jafnt og annarra.

Þekkingarviðmið

 • á helstu hugtökum jafnréttismála
 • birtingarmyndum kynjaskekkju í nærsamfélagi
 • birtingarmyndum kynjaskekkju frá alþjóðlegu sjónarhorni

Leikniviðmið

 • beita hugtökum kynjafræði á ólíkar aðstæður
 • meta jafnrétti útfrá menningarlegum gildum samfélagsins
 • rýna í menningu og átta sig á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar

Hæfnisviðmið

 • skilja helstu orsakir kynjaskekkjunnar samkvæmt hugmyndum kynjafræðinnar
 • geta tengt menningu samfélagsins, gildi og verðmæti við eigið líf
 • ígrunda viðhorf sín
 • setja sig í spor annarra
 • dýpka skilning á félagsheiminum sem hann býr í
Nánari upplýsingar á námskrá.is