SÁLF3PF05 - Félags- og persónuleikasálfræði

félagssálfræði, persónuleikasálfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SÁLF2IS05 Inngangur að sálfræði
Í þessum áfanga er fjallað um tvær undirgreinar sálfræðinnar; félags- og persónuleikasálfræði. Teknar eru fyrir ólíkar skilgreiningar á persónuleikahugtakinu. Mismunandi kenningar um mótun og eðli persónuleikans eru kynntar. Nemendur vinna með persónuleikapróf og verkefni þar sem þeir skoða sig út frá kenningum um persónuleikann og sjálfsmyndina. Í áfanganum er meðal annars farið í áhrif hópa og af hverju fólk breytir viðhorfum og atferli við mismunandi aðstæður. Kynntar eru rannsóknir á hlýðni og hvað hefur áhrif á hana. Nemendur framkvæma ýmis konar tilraunir sem tengjast grunnhugtökum félagssálfræðinnar.

Þekkingarviðmið

 • nýjustu hugmyndum innan greinarinnar
 • sérsviði innan sálfræðinnar
 • sértækum hugtökum og kenningum
 • framlagi greinarinnar til samfélagsins.

Leikniviðmið

 • leggja sjálfstætt mat á ólíkar kenningar um persónuleikann
 • gagnrýna og meta mismunandi persónuleikapróf
 • fjalla um og bera saman kenningar um persónuleikann og sjálfsmyndina
 • nýta sér fræðilegan texta um sálfræði á íslensku og ensku
 • miðla á skýran og hlutlægan hátt fræðilegu efni
 • nýta fræðilegar heimildir á sviðinu.

Hæfnisviðmið

 • geta myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun og tekið þátt í umræðum um sálfræði
 • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
 • sýna frumkvæði í námi
 • geti beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á námi og unnið í samvinnu við aðra
 • vinna úr og leggja mat á rannsóknargögn.
Nánari upplýsingar á námskrá.is