Sumarlokun skrifstofu FMOS

Sumarlokun skrifstofunnar er frá og með miðvikudeginum 22. júní. Við opnum aftur mánudaginn 8. ágúst, kl. 10.

Nýnemar mega eiga von á því að fá svarbréf um skólavist á haustönn 2022 í tölvupósti ekki seinna en mánudaginn 27. júní n.k. Gíróseðlar vegna skólagjalda verða þá sendir í heimabanka foreldra/forráðamanna nemenda sem eru yngri en 18 ára. Þeir sem eru eldri fá gíróseðil í eigin heimabanka.