Fréttir

Opið hús fyrir grunnskólanemendur og forráðamenn þeirra miðvikudaginn 22. mars

20.3.2017 Fréttir

Miðvikudaginn 22. mars verður opið hús í FMOS fyrir grunnskólanemendur og foreldra/forráðamenn þeirra. Kennarar og nemendur verða á staðnum og hægt verður að fá upplýsingar um kennsluhætti, skipulag námsins, brautir, skólaandann, félagslíf nemenda og fleira. Viðburðinn er hægt að finna hér á facebook.

Kennsluhættir skólans miða að því að undirbúa nemendur fyrir líf og starf á 21. öldinni. Í skólanum er öll aðstaða nemenda og kennara eins og hún gerist best.

Gestir eru hvattir til að ganga um alla klasa skólans, tala við kennara og nemendur til að fá tilfinningu fyrir því hvað hvernig FMOS sker sig úr framhaldsskólaflórunni en jafnframt hvernig FMOS er sýnilegur og virkur í framhaldsskólasamstarfi og keppnum.

Svo er aldrei að vita nema gömul árshátíðarmyndbönd, bæði nemenda og kennara, verði látin ganga í nemendarýminu á fyrstu hæð :)Við hlökkum til að sjá ykkur!


Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica