Fréttir

Kennarar FMOS fara á námsráðstefnuna Bett

12.2.2017 Fréttir

Kennarar og stjórnendur í FMOS leitast stöðugt við að vera í fremstu röð þegar kemur að kennslu og námsumhverfi. Í lok janúar fór hópur kennara úr FMOS á námssýninguna Bett í London sem hluti af þessu ferli.

Á Bett er kappkostað að sýna það nýjasta sem er í boði á sviði kennslu með tilliti til námsgagna, námsumhverfis auk þess sem skipuleggjendur leggja áherslu á að bjóða uppá fyrirlestra og vinnustofur fyrir kennara um hvernig við undirbúum nemendur okkar undir framtíð sem engin veit hvernig lítur út. Sem dæmi um hvað verið er að leggja áherslu á núna er notkun sýndarveruleikagleraugna þar sem allur nemendahópurinn er að upplifa eitthvað saman. Á augabragði er hægt að fá nemendur til að fara á staði s.s listasöfn, geiminn, hjartað eða flóttamannabúðir. Það sem það sem fyrir augu ber verður kveikjan að umræðum og spurningum sem textar í bók ná ekki.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica