Fréttir

Útskriftarhátíð 21. desember

21.12.2016 Fréttir

Á útskriftarhátíð FMOS í dag 21. desember 2016 voru útskrifaðir samtals 23 nemendur með stúdentspróf. Af félags- og hugvísindabraut útskrifuðust 7 nemendur, af náttúruvísindabraut útskrifuðust 4 nemendur og 12 af opinni stúdentsbraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Birta Lind Atladóttir en hún fékk  viðurkenningu við athöfnina fyrir góðan árangur í dönsku, ensku, efnafræði, íslensku, líffræði- og umhverfisfræði, spænsku og  stærðfræði. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í eðlisfræði fékk Helga Eyþórsdóttir og hún fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í félags- og hugvísindagreinum fékk Sunneva Hjaltalín.

Til baka Senda grein


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica