Fréttir

Bollakökur ofl. til styrktar Spánarförum - 3.12.2018 Fréttir

Á morgun og næstu daga verða bollakökur og o.fl. góðgæti til sölu til styrktar nemendum sem ætla til Spánar á næstu önn. Endilega mætið öll með pening/klink.

Skólinn lokaður frá kl 13 í dag vegna bilunar í hitakerfinu - 3.12.2018 Fréttir

Hitakerfið í skólanum er bilað og því höfum við ákveðið að loka skólanum það sem eftir er dagsins. 

Sjáumst hress í fyrramálið.

Kennarar úr Garðabæ í heimsókn í FMOS - 21.11.2018 Fréttir

Síðastliðinn föstudag, 16.11., fengum við 10 grunnskólakennara úr Garðabæ, tveir úr hverjum skóla sem eru í stýrihóp um leiðsagnarmat í heimsókn. Þeir höfðu heyrt að FMOS notaði leiðsagnarnám og voru forvitnir um hvernig við gerum þetta. Lesa meira

Auglýsing um stöðupróf í norsku og sænsku - 20.11.2018 Fréttir

Stöðupróf í norsku/sænsku verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 8. des. kl. 10:00. 

Lesa meira


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica