Fréttir

Fyrsti borðtennismeistari FMOS krýndur í Mars - 21.2.2019 Fréttir

34 keppendur skráðu sig til leiks í fyrsta borðtennismóti FMOS. Keppendur eru bæði úr hópi nemenda og starfsfólks. Spilað eru með útsláttarmóti og sjá keppendur sjálfir um að finna tíma fyrir einvígið og skrá úrslitin á töfluna. Fyrsti mótsleikurinn og þar með fyrsta "opinbera borðtenniseinvígið" var leikur milli Guðrúnar aðstoðarskólameistara og Kollu félagsfræðikennara. Guðrún hafði betur og var því fyrsti keppandinn til að komast áfram.

Þemadagur - 18.2.2019 Fréttir

Fimmtudaginn 14. febrúar var haldinn þemadagur í FMOS. Þá var hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur tóku þátt í alls konar smiðjum. Sem dæmi má nefna skák, félagsvist, kvikmyndahorn borðspil, andlitsmálun, salsadans, andlitsmálun, dans gegn kynbundnu ofbeldi, tölvuleikir, spurningakeppni o.fl. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og var mikil stemning í húsinu. Um kvöldið var svo haldin árshátíð nemenda í Hlégarði sem var vel við hæfi á Valentínusardaginn. Árshátíðin var einstaklega glæsileg og skemmtu gestir sér konunglega. Myndir af viðburðinum má sjá facebooksíðu skólans..

Alexandra komst í úrslit í ræðukeppni ESU - 16.2.2019 Fréttir

Alexandra Björg Vilhjálmsdóttir nemandi í FMOS komst í úrslit í ræðukeppni English Speaking Union sem haldin var í HR í dag. Umræðuefnið í ár var "Nature is the common language" og mun sigurvegari dagsins keppa fyrir Íslands hönd í London í maí. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem skólinn sendir nemenur í þessa keppni, en í fyrra komust tveir nemendur frá okkur í úrslit og Hrafdís Katla Elíasdóttir hafnaði í þriðja sæti. Við óskum Alexöndru til hamingju með árangurinn.

Sálfræðiþjónusta í FMOS - 29.1.2019 Fréttir

Síðastliðið haust hóf sálfræðingurinn Júlíana Garðarsdóttir störf við skólans. Þetta er liður í því að bæta þjónustu okkar við nemendur enda höfðu nemendur lýst áhuga á þessu á þjóðfundi sem haldinn var í skólanum til að kanna hug nemenda á því hvernig mætti gera skólann okkar betri. Hér má fá nánari upplýsingar um tímabókanir og viðtöl .Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica