Umsjónarkerfi Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Síðast breytt: 8. ágúst 2018

Nemendur í tveimur yngstu árgöngum skólans hafa allir umsjónarkennara. Hlutverk umsjónarkennarans er m.a. að fylgjast með skólagöngu nemenda og veita aðstoð og leiðsögn um hvaðeina sem viðkemur námi nemenda og gengi í skólanum. Umsjónarkennarinn fylgist með ástundun nemenda, bæði mætingu og verkefnaskilum, hvetur nemendur til að stunda námið af kostgæfni og leitar leiða til aðstoða þá ef þeir þurfa. Umsjónarkennarinn er í samstarfi við námsráðgjafa og stjórnendur um lausnir fyrir nemendur sem þurfa umfangsmeiri aðstoð.

Verkefni umsjónarkennara:

·         Hitta umsjónarnemendur á fundi í upphafi annar

·         Hitta umsjónarnemendur á fundi aðra hverja viku í verkefnatíma

·         Einstaklingsviðtöl á fyrstu vikum annarinnar

·         Stöðuviðtöl við hvern og einn eftir miðannnarmat

·         Fylgjast með mætingum og verkefnavinnu

·         Vera í sambandi við nemendur sem fara undir 80% í mætingu og/eða skila ekki verkefnum og foreldra þeirra

·         Vera í samstarfi við námsráðgjafa og/eða stjórnendur um erfið mál

·         Aðstoða umsjónarnemendur við val, sjá til þess að allir velji og staðfesta valið

·         Sitja 2-3 umsjónarkennarafundi á önn

Foreldrar/forráðamenn nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að ýtarlegum upplýsingum í gegnum upplýsingakerfi Innu sem aðgengilegt er af vef skólans, www.fmos.is.

 

Nemendur eldri en 18 ára geta leitað til náms- og starfsráðgjafa eftir aðstoð. Hægt er að panta tíma á skrifstofu skólans eða senda þeim tölvupóst: Inga Þóra Ingadóttir, ingathora@fmos.is, Svanhildur Svavarsdóttir, svanhildur@fmos.is.
Sjá nánar um þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

Nemendur sem nálgast útskrift geta einnig leitað til Guðrúnar Guðjónsdóttur, aðstoðarskólameistara, gudrun@fmos.is.


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica