Sviðsstjórar

Síðast breytt: 24. janúar 2016

 • veita faglega forystu á sínu sviði
 • vinna við innritun nýnema og koma að skipulagningu á móttöku þeirra
 • taka þátt í öðrum viðburðum innan skólans eftir því sem þurfa þykir
 • undirbúa framboð áfanga á hverri önn í samstarfi við aðra sviðsstjóra og náms- og starfsráðgjafa
 • hafa umsjón með áfangalýsingum á sínu sviði
 • taka á móti nýjum kennurum á sínu sviði og eru þeim innan handar varðandi allt sem viðkemur starfinu
 • eru stjórnendum til ráðgjafar varðandi kennslu og kennsluskiptingu á sviðinu
 • halda sviðsfundi með kennurum á sínu sviði einu sinni í mánuði og sitja sviðsstjórafundi með stjórnendum vikulega
 • fylgjast vel með nýjungum í kennslu og vekja athygli á þeim innan síns sviðs og utan
 • koma skilaboðum og óskum frá stjórnendum til kennara og frá kennurum til stjórnenda
 • sinna öðrum verkefnum í samráði við skólastjórnendur.

Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica