Saga Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Stofnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Síðast breytt 9. maí 2017

Samkomulag um stofnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var undirritað 19. febrúar 2008 af menntamálaráðherra og bæjarstjóranum í Mosfellsbæ, þar sem gert var ráð fyrir að skólinn myndi hefja starfsemi haustið 2009. Í samkomulaginu kom fram að aðilar væru sammála um að byggja nýjan skóla og að í fyrsta áfanga yrði gert ráð fyrir allt að 4.000 m2 byggingu sem myndi rúma 4-500 nemendur. Við hönnun hússins og undirbúning skólastarfs yrði lögð áhersla á sveigjanleika og möguleika til nýbreytni. Jafnframt yrði við ákvörðun lóðarstærðar yrði gert ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar í framtíðinni.

Stefna skólans gerði ráð fyrir því að kennsluhættir einkenndust af því að nemendur yrðu virkir þátttakendur í eigin námi og myndu öðlast þannig sjálfstæði og frumkvæði. Til að ná þessu fram yrðu notaðar fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir þar sem hugmyndafræðin myndi ganga út á að nemandinn myndi tileinka sér námsefnið í gegnum verkefni sem hann ynni eða umræður sem hann tæki þátt í. Gert var ráð fyrir að skólabyggingin yrði tilbúin haustið 2011, og skólinn yrði starfræktur fyrstu tvö árin í Brúarlandi, elsta skólahúsi Mosfellsbæjar. Þessar áætlanir breyttust og skólabyggingin var tilbúin í byrjun árs 2014 og hófst vorönn 2014 þar. Þó hafði verið útskrifað úr húsinu 20. desember 2013.


Skólareglur

Skólareglur FMOS eru birtar hér fyrir neðan og nemendum ber að kynna sér þær og fara eftir þeim.

Lesa meira

Starfsmenn

Starfsmenn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á vorönn 2018

Lesa meira

Sjálfsmat

Sjálfsmatskerfi skólans er birt hér í samræmi við lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008).

Í VII. kafla nýrra laga um framhaldsskóla (nr. 92/2008) er fjallað um mat og eftirlit með gæðum í starfi framhaldsskóla:

Lesa meira

Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica