Algengar spurningar

Síðast breytt: 9.maí 2017

Hvert fer ég til að kaupa matar- og kaffimiða og hvað kosta þeir?

10 matarmiðar kosta 7500 kr. og fást í upplýsingamiðstöð skólans. Fyrir einn matarmiða er hægt að fá heitan mat og/eða súpu og salat. til að kaupa rétt dagsins fást í upplýsingamiðstöð skólans.

Réttur dagsins kostar því 750 kr. í stað 850 kr.  Matarmiðarnir gilda aðeins fyrir rétt dagsins en annað er hægt að greiða fyrir með korti eða peningum.

Hægt er að kaupa 10 miða klippikort fyrir kaffi út mötuneytinu. Kortið fæst  í upplýsingamiðstöðinni og kostar 950 krónur.

Hvað geri ég til þess að breyta stundatöflunni minni?

Óskað er eftir töflubreytingum í nýju Innu. Hægt er að óska eftir töflubreyingum í byrjun hverrar annar. Leiðbeiningar varðandi töflubreytingar er að finna með því að smella hér.

Hvað geri ég ef mig langar að fá mér skáp undir dótið mitt?

Skáparnir eru leigðir út í upplýsingamiðstöðinni og kosta 1500 krónur. 1000 krónur fást endurgreiddar þegar skápnum er skilað. 

Hvert sný ég mér ef ég þarf að þjónustu náms- og starfsráðgjafa að halda?

Náms- og starfsráðgjöfin er á 1. hæð hússins og er opin mánudaga-miðvikudaga frá 8:30-16:00, fimmtudaga frá 8:30-15:00 og föstudaga frá 8:30-15:30. Hægt er að panta viðtal með því að koma á skrifstofuna, í síma 4128500 eða í tölvupósti (ingathora@fmos.is eða svanhildur@fmos.is).

Hvernig veit ég hver er umsjónarkennarinn minn?

Það er hægt að sjá með því að fara inn í INNU, smella á stundatafla og þar stendur skammstöfun kennarans undir umsjón. Hægt er að sjá hvað skammstafanir kennara standa fyrir með því að smella hér.

Hvað geri ég ef get ekki komið með tölvu í skólann?

Það er hægt að fá lánstölvur í upplýsingamiðstöð og þarf að gera samning þar um. Foreldrar/forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri þurfa einnig að undirrita samninginn. Útlit síðu: