Stefnuyfirlýsing í líffræði


Leitast er við að kynna líffræðina bæði sem fræðigrein og sem leið til að njóta og skilja lífið - og náttúruna allt í kringum okkur. 

Í líffræði í FMOS er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér skipulögð vinnubrögð og vinni sjálfstætt. Mikið er lagt uppúr fjölbreyttu kennsluefni og verkefnavali.

Helstu námsþættir

Í grunnáfanga í líffræði er farið í gegnum helstu lífeiningar heimsins, flokkun lífvera og almenn grunnatriði fyrir sérhæfðari líffræði áfanga á 3.þrepi.  

Boðið er uppá fjölbreytta áfanga innan líffræðinnar þar sem nemendur sérhæfa sig í hinum ýmsu þáttum innan líffræðinnar, s.s. lífeðlisfræði (líkama mannsins), fjölbreytileika og sérkeni lífvera, erfða- og þróunarfræði, líffræði og önnur vísindi í kvikmyndum o.s.frv.  Þegar nemendur hafa lokið áfanga á 3.þrepi í líffræði geta þeir valið að hjálpa til við kennslu grunnáfanga og miðla þannig þekkingu sinni og dýpka eigin skilning í leiðinni. 

Í öllum áföngum hafa nemendur að einhverju leyti val um hvaða efnisatriði þeir kafa dýpst í.

Kennsluaðferðir og námsmat

Í líffræði er áhersla á fjölbreytt verkefni sem tengjast áhugasviðum nemenda eins og því verður við komið. Töluvert er notað af myndefni sem krufið er í umræðum og einnig sem kveikja að því að dýpka þekkingu nánar á mismunandi sviðum. Í flestum námsþáttum verða nemendur að sérhæfa sig í ákveðnu efni og kynna samnemendum sínum. Verkefni eru að miklu leyti unnin í tímum en heimildaleit og frágangur að einhverju leyti utan kennslustundar til að koma til móts við mismunandi vinnuhraða nemenda. 

Námsmat byggir að verulegu leyti á verkefnavinnu sem nemendur þurfa að geta staðið skil á í munnlegu prófi í lokin. Einnig er virkni og þátttaka í umræðum notuð við námsmat. Stutt könnunarpróf sem ætluð eru til að taka saman námsþætti eru svo einnig hluti af námsmati.

Annað

Töluvert af námsefni áfanga kemur frá kennara en námsbækur í líffræði eru á ensku. Nemendur kynnast því fræðiheitum líffræðinnar á ensku sem auðveldar skrefið í átt að námi á háskólastigi. 


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica