Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Fréttir

21.2.2019 : Fyrsti borðtennismeistari FMOS krýndur í Mars

34 keppendur skráðu sig til leiks í fyrsta borðtennismóti FMOS. Keppendur eru bæði úr hópi nemenda og starfsfólks. Spilað eru með útsláttarmóti og sjá keppendur sjálfir um að finna tíma fyrir einvígið og skrá úrslitin á töfluna. Fyrsti mótsleikurinn og þar með fyrsta "opinbera borðtenniseinvígið" var leikur milli Guðrúnar aðstoðarskólameistara og Kollu félagsfræðikennara. Guðrún hafði betur og var því fyrsti keppandinn til að komast áfram.

18.2.2019 : Þemadagur

Fimmtudaginn 14. febrúar var haldinn þemadagur í FMOS. Þá var hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur tóku þátt í alls konar smiðjum. Sem dæmi má nefna skák, félagsvist, kvikmyndahorn borðspil, andlitsmálun, salsadans, andlitsmálun, dans gegn kynbundnu ofbeldi, tölvuleikir, spurningakeppni o.fl. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og var mikil stemning í húsinu. Um kvöldið var svo haldin árshátíð nemenda í Hlégarði sem var vel við hæfi á Valentínusardaginn. Árshátíðin var einstaklega glæsileg og skemmtu gestir sér konunglega. Myndir af viðburðinum má sjá facebooksíðu skólans..

Eldri fréttirÚtlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica