Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Fréttir

20.3.2019 : FMOS auglýsir eftir matreiðslumanni

Við leitum að faglærðum matreiðslumanni til að stýra mötuneyti Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Mötuneytið er rekið í anda heilsueflandi framhaldsskóla og áhersla lögð á hollan og næringarríkan mat.

Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur og sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa farsæla reynslu af svipuðum rekstri, góða færni í mannlegum samskiptum og áhuga á að umgangast ungt fólk.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2019.

Lesa meira

13.3.2019 : Valtímabilið er hafið

Búið er að opna fyrir valið fyrir haustönn 2019 í Innu. Valtímabilið stendur yfir 13.03. – 21.03. 2019. ALLIR nemendur þurfa að velja áfanga fyrir næstu önn því valið jafngildir umsókn um skólavist á næstu önn.

Upplýsingar um þá áfanga sem eru í boði má finna hér og leiðbeiningar fyrir valið eru hér .

Ef þig vantar aðstoð við valið þá eru umsjónarkennarar og náms- og starfsráðgjafi reiðubúnir að aðstoða þig.

Valtímabilinu lýkur miðvikudaginn 20. mars en þá eiga allir nemendur sem hafa hug á að vera á næstu önn að vera búnir að velja.

Athugið að valið er umsókn um skólavist á haustönn 2019

11.3.2019 : Innritun á haustönn 2019

Forinnritun fyrir nemendur sem útskrifast úr 10.bekk: 8. mars - 12. apríl
Lokainnritun fyrir nemendur sem útskrifast úr 10.bekk: 6. maí - 7. júní


Innritun eldri nemenda: 7. apríl - 31. maí


Nemendur innrita sig á www.menntagatt.is.

7.3.2019 : FemMos á blaðamannafundi fyrir #sjúkást


Sjuk-ast
 
Mánudaginn 4. Mars gerðu meðlimir femínistafélags framhaldskólans í Mosfellsbæ sér ferð niður í fjölbrautarskólann í Ármúla til þess að taka þátt í blaðamannafundi fyrir #sjúkást. Blaðamannafundurinn var til að koma átakinu af stað en þetta er allt á vegum Stígamóta. Ótrúlega gaman að sjá öll þessi flottu femínistafélög koma saman og fyrir FemMos að vera hluti af þessu flotta átaki sem fjallar í grófum dráttum um heilbrigð og óheilbrigð sambönd. Dagana 12.-14. Mars verða #sjúkást dagar í FMos, fylgist endilega með

Eldri fréttirÚtlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica